top of page
logo fjolheimar_edited.jpg
Um okkur: Welcome

UM OKKUR

Árið 2013 stofnsettu Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunetið, þekkingarsamfélag í Fjölheimum á Selfossi.

Þekkingarsamfélagið hýsir nú á annan tug samstarfsaðila sem vinna að fjölbreyttri þekkingarstarfsemi eins og fræðslu, rannsóknum, nýsköpum og ráðgjöf. Reksturinn er í höndum Háskólafélags Suðurlands.

Umfangsmest í húsinu er fræðslustarfsemi ýmiskonar eins og framhaldsfræðsla, íslenska fyrir útlendinga, fræðsla fatlaðs fólks, virkni- og starfsendurhæfingarnámskeið og fl.

Þróunarvinna, nýsköpun og umsýsla í kringum sjóði er einnig mjög umfangsmikil.

Þá er þjónusta við háskólanema mikil í Fjölheimum en í húsinu er m.a. lesstofa fyrir þá auk þess sem þar er mistöð prófatöku fyrir nemendur í bæði framhalds- og háskólanámi.

Í Fjölheimum er jafnframt rekið frumkvöðlasetrið Hreiðrið sem hefur þann tilgang að styðja við og efla sunnlenska nýsköpun.

Um okkur: About Me
Um okkur: Services
Um okkur: Blog Feed

HAFÐU SAMBAND

Um okkur: Contact
bottom of page